Sá stærsti í sumar!

Enginn smásmíði þessi hængur!

Sannkallað tröll veiddist í Laxá í Aðaldal í dag, sá stærsti sem VoV hefur haft spurnir af það sem af er sumri. 104 cm hængur.

Á FB síðunni Big Laxá segir: Aðalsteinn Jóhannsson fékk þennan glæsilega 104cm fisk á Mjosundi í morgun á lítinn Sunray. Fiskurinn var 11,6kg.  Þetta er líklega fimmti laxinn um eða yfir meterinn sem við höfum heyrt af það sem af er, tveir frá eystri bakka Holsár, einn úr Jöklu og einn úr Blöndu. Tilvist þessara höfðingja lyfta nokkuð upp daufum göngum það sem af er.