Fnóská: Sá stærsti í sumar?

Þetta e rnú líkast til stjarna dagsins, 105 cm, ekki deilum við um það, en feitur er hann ekki, kannski gekk hann út í vor og kom fljótt inn aftur.

Vissulega er veiðin að taka við sér vítt og breytt. Það er ekki gömul saga eða ný að áferði geti ráðið því hvenær laxinn gengur. Síðustu ár hafa verið hlý og fiskur gengið snemma. Núna var þessu öðru vísi farið……en 105 cm úr Fnjóská? Er það ekki sá stærsti í sumar?

Fnjóská er dottin í gang. Myndirnar eru allar úr safn Gunnars Arnar Friðrikssonar og fengnar á FB síðu Fnjóskár.
Einmitt…..fráfær stund, frábær dagur.

Gunnar Örn friðriksson var með færslu á FB síðu hollvina Fnjóskár í gær og greindi þar frá frábærri stórlaxaveiði hans og félaga hans. Nendi hann til sögunnar fimm stórlaxa: „Búnir að fá einn lax 81cm í Sandi,105 cm í Rauðhyl, 75cm í Neðstu vík síðan tvo aðra í Nesbeygju 87cm og 91cm.“

Þessi er geggjaður….

Sem sagt, 105 cm. Samkvæmt „hundraðkalla“ samantekt Eggerts Skúlasonar eru komnir fjórir eða fimm um meterinn eða meira, en sá stærsti 104 cm. Þá er þetta sá stærsti í sumar og bara gaman að því. Fnjóská hefur verið að taka við sér eftir hin svakalegu flóð sem urðu í upphafi hitabylgjunnar, en hefur sjatnað og verið býsna lífleg. Þar hefur líka verið að veiðast rígvæn bleikja….að venju.