Arnarvatnsheiði
Þessi gæi vakir yfir Heiðinni....myndin er af vefsíðu Arnarvatnsheiðar...

Fínasta veiði hefur verið í vötnum á Arnarvatnsheiði í sumar og senn fer að koma að lokun þar, enda er urriði þar nú orðið aðalfiskurinn og það þarf að vernda hrygningarlækina. En við heyrðum í Snorra Jóhannessyni sem hefur verið veiðivörður og umsjónarmaður þar efra eins lengi og elstu menn muna….og sumir þeirra eru ansi minnugir.

Arnarvatnsheiði, Úlfsvatn
Veiðimenn eru að setja í fallega fiska þarna upp frá, sérstaklega urriða, þessi er úr Úlfsvatni. Myndin er frá vefsíðu Arnarvatnsheiðar.

Snorri sagði: „Þetta hefur verið allt mjög hefðbundið, veiðin góð og fiskurinn einnig, Þó dróg heimsmeistaramótið ansi mikið úr aðsókn meðan það stóð yfir, og ekki var tíðarfarið að hjálpa. Ég spyr veiðimenn ekki mikið útí flugutegundir en þó veit ég að menn voru að fá góða veiði á eitthvað sem þeir kalla púpur, oft örsmáar. Það er að færast í aukana að menn frá Noregi og Sviþjóð séu þarna , þessir veiðimenn labba mikið og veiða einnig vel en þeir sleppa nánast öllu og veiða allt á flugu. Mér virðist að aðeins íslenskir veiðimenn (útgerðamenn) veiði á maðk og Makríl og aðeins þeir eru að basla með letingja oft marga þrátt fyrir að slíkt sé ekki heimilt. Stæðsti urriðinn sem ég sá í sumar var 7 pund og sá veiðimaður fékk einnig 5 punda bleikju , annars er þetta mest 1,5 og 2-3 pund.“