Eyjafjarðará, risableikja
Hér er veiðimaðurinn með tröllið og engu er logið um vöxtinn á dýrinu!

Hrikaleg sjóbleikja var að veiðast á hinum rómaða svæði 5 í Eyjafjarðará. Var hún hvorki lengri né stytti en 77 sentimetrar, en fyrr í sumar veiddust 72 og 71 cm bleikjur sem voru taldar vera 9-10 pund. Hvað er þessi þá í pundum talið?

Á Facebook síðu sem haldið er úti og fjallar um Eyjafjarðará og veiðiskapinn í henni segir eftirfarandi: „Við erum að verða uppiskroppa með lýsingarorð þegar kemur að stórbleikjuveiði í Eyjafjarðará en reynum samt. Þessi sleggja af svæði 5 kom í morgun og var hvorki meira né minna en 77cm! Veiðimaðurinn var Ágúst Máni Ágústsson og honum til halds og trausts var karl faðir hans, Ágúst Ásgrímsson sem hefur marga fjöruna sopið á bökkum Eyjafjarðarár en líklegt má telja að þetta sé ein allra stærsta bleikja sem þeir feðgar hafa komist í tæri við enda engin smá smíði!“

Sem fyrr segir höfðu fyrir nokkru veiðst 71 og 72 cm bleikjur í ánni og verið áætlaðar 9-10 pund. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá er það rétt svo að veiðimaðurinn nái yfir styrtlustæðið á tröllinu. Ef að fyrrnefndu bleikjurnar tvær voru 9-10 pund, var þá þessi 12-13 pund?