Ytri líka opnuð – líflegt þar heldur betur

Sjóbirtingur, Ytri Rangá
Dæmi um flugurnar sem þeir voru að taka, litlar túpur og straumflugur.

Menn hafa verið með tilraunaveiðar að vori í Ytri Rangá, en þetta vorið er selt í ána, það staðfesti Jóhannes Hinríksson umsjónarmaður árinnar í skeyti til VoV. Hann sagði að vel hefði farið af stað þrátt fyrir kulda nær allan tíman frá opnun. Stórir fiskar innanum.

Ytri Rangá
Ferlegu trölli sleppt aftur í Ytri Rangá.
Ytri Rangá
Einn glæsilegur úr Ytri Rangá í vikunni.
Ytri Rangá vorveiði
Einn rosalegur úr Ytri Rangá í vikunni

„Við opnuðum 1.apríl eins og víðar og fengum 38 fiska á 4 dögum, 4 kallar að veiða um það bil 5-6 tíma á dag, enda lentum við í miklum kulda eins og aðrir, sagði Jóhannes sem heldur utanum veiðileyfasöluna í gegnum johannes@westranga.is. Eru leyfin hófstillt miðað við veiðivon eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem að Jóhannes leyfði okkur góðfúslega að birta. Fisk var víða að finna, en heitustu staðirnir að sögn Jóhannesar voru Gunnugilsbreiða, Breiðibakki, Línustrengur/Djúpós og Brúarhylur.  Stærðin? „Frá 1,5 kg upp í 8,5 kg. Vigtað í háf og sleppt. Öllu sleppt. Lengsti 85 cm, slatti af 70-80 cm. Svo mikið líka 2-3kg. Fiskarnir voru einungis veiddir á flugu og gekk best að nota litlar túpur og ýmsar straumflugur.“