Urriði
Fallegur urriði. Mynd Jón Eyfjörð.

Þau hjá Iceland Outfitters gera það ekki endasleppt. Það raðast inn veiðisvæðin sem að þau bjóða og núna hefur bæst við Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi. Meðfylgjandi er neðsti hluti svæðisins sem verið hefur í einkaleigu í áratug.

„Það er verið að opna þetta aftur fyrir hinn almenna veiðimann og við höfum samið við landeigendur um að selja í svæðið í sumar. Við erum að setja þetta inn á veidileyfi.com núna. Þetta er ægifagurt svæði og sérlega fjölskylduvænt. Þá er þetta mikið og fjölbreytt vatnasvæði. Þarna er mikil silungsveiði og drjúg laxveiði líka. Þegar við vorum að selja í þetta hér um árið voru að veiða 100 til 200 laxar á sumri, aðallega frá miðjum ágúst,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, annar eigenda IO,  í samtali við VoV.