Þetta er með rólegri byrjunum

100 cm tröll úr Blöndu í vikunni.

Það eru komnar vikutölur hjá angling.is og þær eru ekki sérlega góðar. Þetta er voðalega hæg byrjun, en sjáum hvað setur, það er stramur 11-12.júlí. Sem betur fer er alltaf nóg af silungi.

Smálaxar að láta á sér kræla í Blöndu

Það hefur hægst á Urriðafossi, talan í kvöld er 587 laxar, samt trónir hann vel yfir öðrum svæðum, sem kannski eiga eitthvað inni, eins og Rangárnar og Sogið og Stóra Laxá.

En Norðurá er með aðeins 330 laxa í kvöld, ætti að vera tveggja holla veiði miðað við venjulegt árferði, og ekki er Þverá/Kjarrá í betri málum með 268 laxa. Báðar árnar eiga þó pottþétt eitthvað inni, Straumarnir og Brennan hafa verið gjöful svæði síðustu daga, lax að ganga.

Blanda var góð í dag, 11 stykki á land, veit vonandi á betri tíma. Allar myndir eru frá Erik Koberling.

Eystri Rangá er skráð með 188 laxa í kvöld, við verðum að sjá hvort að 180 laxa dagarnir eru í vændum, en kunnugir segja að það sé að bæta í göngurnar, sem og í Ytri Rangá.

Síðan eru aðeins fjórar laxveiðiár komnar með þriggja stafa tölu, Haffjarðará með 176 laxa, Laxá í Kjós 115 laxa, Miðfjarðará 110 laxa og Laxá í Leirársveit með 103 laxa. Laxárnar báðaqr á Vesturlandi eru auk þess með umtalsverðan meðafla af vænum sjóbirtingi sem enginn fúlsar við.