Tröll úr Elliðaánum

Birkir Mar með hænginn glæsilega. Það bar nokkuð á svona boltum í fyrra, kannski að það verði einnig raunin nú. Mynd Sindri Hlíðar.

Birkir Mar Harðarson setti í og landaði laxi í Elliðaánum í  morgun sem telst vera óvenjulega stór fyrir bæjarlækinn. 93 sentimetrar reyndist mælingin vera, en það veit á a.m.k. 16 punda fisk.

Þetta var glæsilegur hængur sem að Birkir Mar setti í í Stórafossi og notaði Frances með keiluhaus. Þetta kemur fram á FB síðu um Elliðaárnar, sem haldið er úti af Ásgeiri Heiðari. Veiðin hefur glæðst nokkuð í ánum eftir Jónsmessustrauminn, en það þarf vart að taka fram að þetta er lang stærsti laxinn til þessa. Það er gaman að sjá svona stórfiska úr Elliðaánum, en í fyrra var slatti af þeim, meira en áður, alla vega til all margra ára.