Önnur meters sleggja úr Laxá

Önnur 100 cm sleggja á sama degi, allt að gerast í Laxá.

Í gærmorgun veiddist 100 sleggja í Laxá í Aðaldal. Í gærkvöldi(laugardagskvöld) kom annar svoleiðis neðan við Æðarfossa og að sögn veiðimanna var áín kraumandi af laxi á þeim slóðum.

Það var Árni Ingvarsson sem veiddi laxinn í Miðfosspolli og er hann sagður á FB síðu Laxár 20plús og um það er ekki deilt þegar myndin er skoðuð. Laxinn tók lítinn Frigga, en ekki kom fram hvaða litasamsetning heillaði laxinn. En það fylgdi sögunni að áin hefði „kraumað“ neðan Fossa í dag og að „veisla“ væri fram undan.