Frekar rólegt í Kjarrá

Ingólfur Ásgeirsson með glæsilega hrygnu úr Kjarrá.

Opnunin í Kjarrá var róleg eins og í Þverá og augljóst að stórlaxinn er að minnsta kosti að ganga snemma þetta árið. Þrír á land í gær.

Þórarinn Sigþórsson (Tóti tönn) með annað tveggja laxa sinna, 83 cm hrygnu.

„Þetta voru þrír laxar á fyrstu vakt. Við sáum laxa hér og þar en þeir tóku ekki vel þó að vatnið væri fallegt. Tóti (Þórarinn Sigþórsson) hefur hins vegar engu gleymt, hann fékk tvo af þessum þremur, annan í Efra Rauðabergi og hinn í Réttarhyl, svo kom einn í Efri Johnson,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson í samtali við VoV.

Einn og einn hefur verið að veiðast í Þverá á sama tíma, sömuleiðis í Brennunni. Þar stökkva laxar.