Falleg hrygna úr Hnausastreng í dag.

Um þessar mundir stendur yfir opnun Vatnsdalsár í Húnaþingi. Við vonumst til að geta birt eitthvað frá opnuninni síðar í kvöld, en við höfum þó þegar frétt að kominn sé lax og til hans hafi sést á nokkrum stöðum.

Eins og myndin gefur til kynna, og er fenginn af FB síðu Ágústar Heiðars Sigurðssonar, en laxinn veiddist síðdegis, 81 cm og tók fluguna Silver Stoat.