Hreggnasi heldur áfram með Grímsá

Grímsá
Við Laxfoss í Grímsá. Myndin er frá Hreggnasa.

Hreggnasi er í þann mund að semja um áframhaldandi leigu á Grímsá, hvort gjörningnum er lokið eða rétt ólokið vitum við þó ekki þar sem Jón Þór Júlíusson forstjóri Hreggnasa hefur ekki svarað síma í dag. En heimildir okkar eru nægilega traustar til að við setjum þetta hér fram.

Hreggnasi hef­ur haft ána á leigu um árabil, eða frá ár­inu 2004 og í útboðinu sem nú hefur verið unnið úr var gert ráð fyrir fimm ára leigu. Samkvæmt heimildum okkar er nú stefnt að lengri veiðitíma, jafnvel allt að tíu árum. En það er óstaðfest.

Alls voru fjórir aðilar sem buðu í ána og það flækti málin að all mikið var um fyrirvara og svokölluð frávikstilboð. Fljótlega var ljóst að tveir tilboðsgjafar stæðu sterkastir, SVFR og Hreggnasi, en nú liggur fyrir að Hreggnasi hefur haft betur.