Þjórsá gefur tóninn

Neðri hluti Urriðafoss í Þjórsá, þar er m.a. veiðistaðurinn Hulda. Myndin er frá IO Veiðileyfi.

Fyrstu laxveiðiárnar hafa nú verið opnaðar og sýnist sitt hverjum, Borgarfjörðurinn verið rólegur, sérstaklega Þverá, Norðurá skárri. Þjórsá, sem fór fyrst af stað hefur verið heldur líflegri. Við heyrðum í Stefáni Sigurðssyni hjá IO, leigutaka árinnar og hann sagði:

„Bara mjög fínt í Urriðafoss, komnir ca 70 laxar eftir 6 daga, hefur alveg verið meira en samt það gott að við getum ekki kvartað yfir neinu. Hin svæðin eru miklu minna seld en það veiðst laxar, m.a. í þjórsártúni.“