Hölkná
Dramatík við Hölkná. Myndin er frá Elvari Friðrikssyni.

Hölkná er kannski minnst þekkta laxveiðiáin í Þistilfirði, en drjúg er hún og lítt lakari en hinar ef hún er það þá. Hún var opnuð núna í vikunni og allt var bara flott.

Við heyrðum í Elvari Friðrikssyni sem stýrir ánni í umboði Eleven Experience sem er leigutaki árinnar og Elvar sagði:  „Við vorum að opna Hölkná í Þistilfirði.6 laxar komu á land og annað eins misst. Vel ásættanegt, þar sem að þetta er síðsumarsá. Ánægjulegt var að sjá að smálax var að koma inn þegar leið á hollið, veit á gott fyrir sumarið. Fiskarnir voru á bilinu 68 – 82 cm. Vatnsmagn í ánni jókst mikið fyrsta daginn en fór svo lækkandi.“