Kristinn Örn með tröllið sitt.

Maríulaxarnir gerast ekki magnaðri eða hvað? 102 cm nýgenginn hængur í vatnsfalli eins og Soginu, á einhendu og flugu númer 12!

Þetta henti einmitt Kristinn Örn, sem var að veiða ásamt fleirum á Þrastarlundarsvæðinu í Soginu um helgina. Hann var með einhendu frá Sage og flugan var Haugur númer 12. Af myndinni að dæma gæti veiðistaðurinn verið Kúagil sem er efst á laxasvæði Þrastarlundar. Ofar er silungasvæði þar sem stundum veiðist líka lax í bland við bleikjuna.