Geirlandsá hefur verið að gefa risafiska síðustu árin, þar eins og annars staðar hafa fiskar stækkað með meiri sleppingum á sjóbirtingi. Nú í vikulok veiddist 102 cm birtingur í ánni og er það mögulega stærsti birtingur vorsins og ef til vill þó lengra væri yfir litið.

Óskar Færset stjórnarmaður hjá SVFK, leigutaka árinnar, skrifaði: „Stórfrétt frá Geirlandsá! 102 cm birtingur veiddist í Ármótunum og var það Emil Hallgrímsson sem setti í þetta tröll að ég held á Black Ghost, en þeir settu í marga yfir 80 cm birtinga. Þeir enduðu hollið með 31 birtingi. Glæsilegt hjá þeim en ég man ekki eftir svona stórum birtingi, já veiðimenn hafa aldeilis átt frábæra daga í perlunni okkar að undanförnu.“