Strengir endurnýja Jöklu í áratug!

Þröstur Elliðason ásamt Þorvaldi P. Hjörvari.

Í dag voru tíðindi í útleigubransanum, Strengir gengu frá samningi um Jöklu til tíu ára. Augljóslega gengur samstarfið þar vel, en Strengir hafa byggt upp Jöklusvæðið hin seinni ár og gert það að einu af best laxveiðisvæðum landsins.

Í fréttatilkynningu frá Strengjum segir: „Í dag var gengið frá framlengingu á samningi milli Veiðiþjónustan Strengir og Veiðifélags Jökulsár á Dal (Jöklu) til ársins 2031 eða í 10 ár! Samstarfið hefur verið gott og nú er Jöklusvæðið orðið eitt besta laxveiðisvæði landsins eftir áralanga uppbyggingu og laxastofn árinnar er í mikilli sókn. Meðal annars verður ráðist í stækkun og endurbætur á Veiðihúsinu Hálsakoti og einnig seiðasleppingar stórauknar í hliðarám Jöklu til að tryggja betur veiði þar allt sumarið.