Blanda
Blanda . mynd tekin í opnun fyrir nokkrum árum, líklega af Höskuldi Birki Erlingssyni.

Ákveðið var á fundi Veiðifélags Blöndu og Svartár í gærkvöldi að ganga til samninga við veiðifélagið Starir. Verður samið skv tilboði Stara til fimm ára og er leiguverð í námunda við 60 milljónir. Er það nefnt skv góðum en þó ónafngreindum heimildum.

Þetta vafstur með Blöndu og Svartá er tilkomið eftir snögga brottför leigutakans Lax-ár og var áður en þessa snúnings um árnar, búið að ákveða af heimamönnum að framvegis yrði veitt á flugu og mjög dregið úr laxadrápi á öllum svæðum Blöndu. Ástand árinnar ekki verið það besta síðustu 1-2 árin og mál að huga að uppbyggingu. Engu að síður er Blanda frá fornu fari ein mesta og besta laxveiðiá landsins.

Starir eru stórtækur félagsskapur sem heldur m.a. úti Þverá/Kjarrá, Víðidalsá, Brennunni, Straumunum, Litlu Þverá og Langadalsá við Djúp.