Karl Lúðvíksson með 98 cm hæng úr Eystri Rangá. Myndin er af FB síðu Karls.

Veiði er víða á prýðis skriði, t.d. í Eystri Rangá þar sem mjög vel hefur veiðst að undanförnu.

„Það má segja að hafi  verið mok í Eystri Rangá síðustu daga,“ sagði Einar Lúðvíksson í skeyti til VoV í gærkvöldi. Þá voru að sögn Einars komnir 296 laxar á land og dagarnir að gefa 50 til 55 laxa. Uppfærslan er fólgin í því að 85 var síðan landað í gær, þannig að áin er komin á yfirsnúning og stefnir í fínasta sumar ef framheldur sem horfir. Feitum og fallegum smálaxi fjölgar í aflanum, en stórlaxinn er enn drjúgur. Einn daginn komu t.d. 55 laxar og voru 40 smálaxar og 15 stórlaxar. Það hefur aldrei sést svona veiði í ánni svona snemma sumars,“ sagði Einar enn fremur.