Sogið hefur verið að gefa ágætisskot og nýtur þess að vatnsleysi er þar ekki fyrir að fara, enda vatnsmesta bergvatnsá landsins að upplagi. Áin tók við sér í fyrra eftir hörmungarsumar 2017 og óskandi að batinn haldi áfram.

Árni Baldursson, eigandi að Ásgarði greindi á FB frá góðum málum á svæðinu, tveir viðskiptavinir hans voru báðir búnir að landa laxi eftir aðeins klukkustundar viðveru. Á annarri myndinni er annar þessara laxa þreyttur og á hinni sést að laxinn er fjarri því nýgenginn. Bfarinn að taka lit og er því búinn að vera einhverjar vikur í ánni!