Dagur B Eggertsson, Elliðaárnar
Dagur borgarstjóri kemst á blað. Myndin er frá 2017. Mynd Odd Stenersen.

Vitaskuld eru enn fáeinar vikur eftir af laxveiðivertíðinni og enn gæti veiði glæðst til muna ef að skilyrði taka að batna á lykilsvæðum. En yfirleitt eru tölurnar í ár lakari en í fyrra og munar sums staðar miklu. Þrjár ár hafa þó þegar gefið meira en allt síðasta sumar.

Já, þrjár eru komnar yfir seinasta árs heildartölu og ein til viðbótar er mjög nærri því. Miðað við miðvikudagskvölds tölur angling.is var Grímsá þá komin í 844 laxa, en gaf í fyrra á heildina 608 stykki. Elliðaárnar voru með 741 lax en 675 allt síðasta sumar. Loks Laxá á Ásum sem var komin í 726 laxa, en gaf alls í fyrra 620 laxa. Norðurá er nærri þessum áfanga, var á miðvikudaginn komin með 1302 laxa, en gaf 1342 laxa allt síðasta sumar. Það eru því áhugaverður sveiflur og öfgar í þessum efnum á þessu athyglisverða laxveiðisumri.