Rjúpur á flugi - Mynd Ólafur K. Nielsen fengin af vef Náttúrufræðistofnunar

Við ætlum að ræsa Villibráðareldhúsið aftur og byrja á því að henda inn eftirlætisuppskrift uppskrift af rjúpu. Allt annað en þetta „venjulega“ og allt öðru vísi. Þessi hugmynd kom frá bókinni Réttir úr ríki Vatnajökuls sem kom út árið 2006. Hér er þetta:

Þetta er frábær réttur. Efnið er þetta og miðast við að eldað sé fyrir fjóra:

800 grömm rjúpnabringur.

4 matsk bláberjasulta

2 dl malt

4 greinar timian

Og svo sósan:

Bein af tveimur rjúpum

Fóörn og hjörtu

3 dl malt

5 dl vatn

50 gr sveppir500 millil rjómi

Kjötteningar

2 msk sulta

Salt

Pipar

Aðferðin:

Bringurnar eru skornar af skipinu. Þær eru settar í plastpoka með sultu, malti og timíaní. Síðan á það að standa í 3-6 klst í marineringu.

Og svo þetta: Taka beinin á rjúpunum og hluta niður. Síðan á að brúna beinin í potti eða á pönnu, eftir atvikum með fóörnunum og hjörtunum. Bæta á malti og vatni og sjóða á hægum eldi í ca klukkutíma. Þá á að sía beinin frá soðinu og bæta sveppum, rjómanum, sultunni og kjötteningunum saman við. Salta og pipta eftir smekk og jafnvel bæta við kjötteningi ef þurfa þykir. Allt eftir smekk.

Ofninn þarf að vera í 150. Bringurnar á að brúna á pönnu snöggæega til að loka þeim. Saqlta og pipra en passa sig að hafa þær ekki of lengi vegna þess að marineringin er eldfim og gæti skemmt allt saman. 10-12 mínútur eiga að duga til að klára málið.

Mælt er með heimalöguðu rauðkáli, en soðið grænmeti, t.d. rósakál og gulrætur er frábært með þessu. Og auðvitað brúanaðar kartöflur.

Og hér er vín sem smellpassar við rjúpu:

BRAGÐLÝSING

Dökkkirsuberjarautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þurrkandi tannín. Kirsuber, plóma,laufkrydd, eik.

BRAGÐFLOKKUR: KRÖFTUGT OG ÓSÆTT

Hér eru vín með kraftmiklu berjabragði, oftar en ekki eikarþroskuð, alkóhólrík og stundum nokkuð tannísk. Flest þeirra er hægt að geyma í nokkur ár.