Vel gert í þingi Einars

Stefán Pétursson með 14 pundara úr Þverá

Veiði hófst nú um helgina í Þverá í Fljótshlíð og Affalli í Landeyjum og verður ekki sagt annað en að vel hafi byrjað. Þá var formleg opnun í Eystri Rangá og fór hún einnig afar vel fram.

Siggi Garðars með flotta hrygnu úr Þverá.

Við heyrðum í Sigurði Garðars sem var að opna Þverá og það var allt gott að frétta, hann sagði: „Annars er það að frétta að það eru komnir 13 laxar á land, eftir 3 vaktir í Þverá. Mest stórlax frá 9- 14p þó tveir smáir. Í Affalli komu am.m.k 5 laxar fyrir hádegið og í Eystri Rangá var svokölluð opnun, þ.e.a.s. segja opnun eftir að valinn hópur veiðir klaklax í júní, og það veiddust 27 laxar, sem er á sömu línum og það sem á undan var gengið.