Vetrarfegurð við laxveiðiárnar

Norðurá í vetrarham

Það er rétt að byrja febrúar og fátt sem bendir til að stutt sé í vertíð….nema að dag er tekið að lengja og almanakið segir sitt. Febrúar, mars og svo apríl og það er lykillinn, vertíð hafin, vorið komið með sínu skítaveðri og farfuglarnir að flykkajst til okkar og enginn skilur hvers vegna!

Allavega, Ari Þórðarson, stórveiðimaður sem mest lætur til sín taka í Vopnafiirði, gat ekki á sér setið um Helgina og fór í bíltúr. Og tók þessa ótrúlega fögru mynd af Laxfossi í Norðurá, svona til að minna okkur á að þetta er að koma, ætlum ekki að minnast á C19, reyndar búin að ví núna, en vertíðin er á næsta leyti og rétt á meðan er þessi dramatíska ótrúlega vetrarfegurð. Og gleymum því ekki, þarna undir ísnum híma þeir, búnir að hrygna og margir dauðir, en aðrir að vonast til að geta komist aðra fer. Megi laxinn lifa. Takk Ari fyrir sendinunga.