Ljósaskiptatsemming við Frúarhyl. Mynd gg.

Vatnsá er ein þeirra áa sem er að skila betri tölu heldur en í fyrra og veiði þar hefur verið býsna góð að undanförnu. Margar ár hressast á haustin, Vatnsá er ein af þeim. Þar er veitt til 12.október.

Síðasta holl, eftir vikutölur angling.is, var 18 laxar og að sögn Ásgeirs Arnars umsjónarmanns væri vikutalan núna að fara í 30 laxa sem væri ekki lítið í jafn smárri á með jafn fáar stangir. „Já. ásókn var góð og veiðin hefur verið á fínu róli. Ekki samt í samhengi við Eystri sem ég var að vona yrði sambærilegt. En það er annað í þessu sem við vitum lítið um. Í vatninu hafa veiðst 5 laxar síðustu daga. Hvað fór í vatnið? Sumir sega að það sé ekkert í Fruarhyl svo daginn eftir er fullt Ég held að það sé að síga fiskur niður nuna með haustinu En vorið 2021 verður kominn teljari þa skýrist þetta allt.  Svo er annað í haust kom ganga af sjóbleikju sem er nýtt,“ sagði Ásgeir í samtali við VoV.

Og fyrst að við nefndum tölur, þá endaði áin í fyrra í 121 laxi. Síðasta miðvikudag voru komnir 142 laxar og ekki allt búið enn.