Tröllin í Laxárdalnum

Hér er dæmi um 2019 útgáfu af urriða úr Laxá í Laxárdal. Þessa mynd og þá neðri, tók Bjarni Höskuldsson

Við höfum áður greint frá dæmalausri meðalstærð urriða sem hafa verið að veiðast í Laxá í Laxárdal í sumar. Hér kemur nýtt dæmi um herlegheitin.

Stórglæsilegur Laxárdalshöfðingi.

Sem sagt, átta stanga hópur landaði 31 urriða. Kannski margir fiskar pr stöng, en það sem vantar í magni er bætt upp með gæðum, því 25 fiskar voru yfir 60 cm. Stærstir voru tveir 70 cm, einn 71 cm og einn 72 cm!