Guðlaugur Frímannsson, Skógarhvammshylur, Hofsá
Svakalegur drjóli, 109 cm, úr Skógarhvammshyl í Hofsá. Veiðimaðurinn er Guðlaugur Frímannsson.

Hofsá í Vopnafirði hefur kannski verið róleg í veiðitölum, en hún hefur verið að koma til og nú síðast veiddist í henni stærsti laxinn sem VoV hefur haft spurnir af á þessu sumri…

Í skeyti sem við fengum frá Ingólfi Helgasyni hjá Icelandicflyfishermen.com segir frá risalaxi sem Guðlaugur Frímannsson setti í og landaði í Skógarhvammshyl í Hofsá. „Hann landaði þessum flotta 109 cm hæng  á einhendu og var með skáskorinn Skugga frá Sigga Haug. Veiðin hefur aðeins verið að glæðast síðustu daga og er áin um það bil að detta í 300 laxa,“ sagði Ingólfur.