Hér er sá stóri, 107 cm í höndum Karls Brynjars Björnssonar.

Einhver stærsti sjóbirtingur í manna minnum veiddist í Tungulæk í gær, 107 cm hængur, fiskur að lengd á pari við stærstu laxa sumarsins. Enn fremur veiddist 94 cm bolti!

Hér er sá „litli“, 94 cm í höndum Odds Hallgrímssonar.

Á FB síðu Strengs, sem sér um veiðileyfasölu í ánni kemur fram að Karl Brynjar Björnsson hafi veitt þann stóra og að Oddur Hallgrímsson þann „minni“. Enn fremur segir að félagi þeirra Guðmundur Jónsson hafi landað 80 cm trölli. Allir fengust fiskarnir á Breiðunni sem er efsti veiðistaður árinnar og þar safnast jafnan mikið kraðak af fiski þegar líður fram á haust. Alls fengu þeir, ásamt félögum sínum, 9 sjóbirtinga í túrnum og misstu marga. Rúmlega 40 fiskum hefur verið landað í Tunguæk það sem af er hausti og eru flestir þeirra vel vænir.