Aðeins meira um flugurnar gjöfulu

Bjarni með þann fyrsta í morgun, 57 cm af Sauðavaði.

Við heyrðum í Bjarna Júlíussyni aftur fyrir skemmstu, þá voru sex bolta urriðar orðnir tíu á bökkum Laxár í Mývatnssveit og hann nefndi í fyrri frétt flugurnar Holuna og BAB. VoV spurði hann nánar út í þær.

Holan og BAB
„Holan er koparrönd á PT, fluga eftir Pétur Maack. BAB er þessi litla fyrir ofan hana á myndinni, sem er svipuð og Mobuto, eftir frægan Keflviking Björgvin A Björgvinsson.“