Gylfi með laxinn sem tók Zelduna eins og skot í Bugðu.

Síðustu árin hefur fluga að nafni Zelda verið í sviðsljósinu. Hún er hönnuð af Kjartani Antonssyni sem um skeið var yfirleiðsögumaður í Laxá í Kjós og er snilldar fluguveiðimaður. Það er alltaf Sunrey, Skuggi, Frances eða Snælda, en Zelda hefur marg oft skákað þeim. Hér er skemmtileg veiðisaga af Zeldu.

Zelda
Zeldan er nú til í mörgum gervum. Myndin er af FB síðu Zeldu.

Það var Jón Pétursson sem sagði þessa sögu og hún var svona….og gerðist fyrr í vikunni: „Ég var á ferðini í Kjósinni í vikuni og eins og alltaf tala ég við gædana í Laxá til að fá fréttir af minkum. Gylfi var í Bugðunni með veiðimenn og höfðu þeir fengið einn lax fyrr um daginn. Þar sem ég hef ekkert vit á fluguveiðum og þekki ekki nafn nema á einni flugu, það er Zelda, eftir Kjartan Antonsson,  þá spurði ég Gylfa hvort hann væri ekki búinn að prófa Zeldu í dag, “Nei sagði hann, en er ekki best að gera það núna,” skipt um hjá veiðimanninum Zelda sett á og hann byrjar að kasta. Það liðu ekki nema 45sek þá var hann kominn með fisk!“