Jóhann Davíð Snorrason með flottan hæng úr Eystri Rangá. Myndin er frá Lax-á

Eystri Rangá er staðruinn þessa daganna, mikil veiði þar og lax stöðugt að ganga. Bæði stórir og smáir. Gaman verður að sjá töluna hjá LV á miðvikudagskvöldið, en áin er stungin af með fyrsta sætið á lista íslenskra laxveiðiáa.

Barist við vænan lax í Eystri Rangá í vikunni. Myndin er frá Lax-á

Árni Baldursson, sem er með hóp veiðimanna í ánni nú um stundir, greindi frá því að á svæði 1 einu saman hefðu 33 laxar veiðst á tvær stangir. Bæði smálaxar og stórlaxar, sá stærsti 105 sentimetrar. Í gær veiddust ríflega 60 laxar í ánni og spurnin ghvort að þessi dagur verði fyrsti 100 laxa dagurinn?