Gömlu jálkarnir í Laxárdal eru svakalegir!

Einn af fimmunni

Sumir hafa smá áhyggjur af nýliðun á ísaldarurriðanum í Laxárdal í Suður Þingeyjarsýslu, en hvað sem því líður, þá eru þeir höfðingjar sem þar finnast eldri og eldri og þar með, stærri og stærrri. Bjarni Höskulsson segir frá ótrúlegum degi í „Dalnum“.

Bjarni með einn…..
…og annan
…..og annan.
…..og, ann og aftur annan. Hvílíkur dagur!

„Þeir eru að verða all svakalegir urriðarnir í Laxárdalnum. Að glíma við þá á þurrflugu og mjúka Winston #4 er töluvert krefjandi en mikið rosalega er það gaman. Ég held að ég hafi aldrei séð svona tölur áður 69, 70,70,71 og 72 cm boltar,“ segir Bjarni, sem þekkir Laxá í Laxárdal betur en flestir, sennilega reyndar betur en allir. Hann bætir við að myndirnar séu frá Birningsstaðaflóa, utan ein sem tekin er við Djúpadrátt að austanverðu, einnig að hann sé kki viss um að þeir verði mikið stærri þó að þeir komist á „fermingaraldurinn“.