Ásgeir Arnar Ásgeirsson með ríflega 80 cm nýgenginn sjóbirting sem hann veiddi á svæðinu í fyrra.

Veiðin er að fara mjög vel af stað í Vatnsá í Heiðardal ofan Víkur, en laxavertíðin þar hófst um helgina. Lax er kominn um alla á og slangur af stórum sjóbirtingi að auki. Smálax er að „hellast inn“ eins og umsjónarmaður árinnar orðaði það.

Ásgeir með nýgenginn smálax úr Kerlingardalsánni í morgun.

Ásgeir Arnar Ásgeirsson sagði í samtali við VoV að þýskir veiðimenn hefðu byrjað í gær, „þeir náðu fjórum og svo fjórum í viðbót í morgun. Einnig mikið af silungi og þar af nokkrum birtingum. Það eru líka stórir birtingar á ferðinni, sjálfur kíkti ég í Kerlingardalsána, sem að Vatnsá rennur í og fékk þrjá í þremur köstum. Hætti þá bara. Lenti í göngu á inniskónum. Einn þessara fiska var rúmlega 80 cm grálúsugur birtingur,“ sagði Ásgeir