Það er líf og fjör á bökkum Eystri Rangár þessa daganna. Myndina fundum við á FB síðu Árna Baldurssonar.

Það bendir flest til þess að Eystri Rangá hafi losað 3000 laxa í dag. Það eru st´fiar göngur og mikil veiði. Það bar til tíðinda í gær að ein stöngin veiddi 23 laxa í beit í sama hylnum, alla á sömu fluguna, eða Zeldu, sem er hugarsmíð Kjartans Antonssonar.

Einar Lúðvíksson sagði okkur í kvöld að 223 laxar hefur veiðst í ánni í gær og með sama áframhaldi myndi hún rjúfa 3000 laxa múrinn í dag. Göngur eru ákafar og sterkar og það er mikið af fiski í ánni, stórir og smærri. Mögnuð tíðindi úr Rangárþingi eystra.