Loop, Veiðiflugur
Loop með kynningu í dag.

Veiðiflugur á Langholtsvegi efna til Loop hátíðar í búðinni. Hátíðin hefst klukkan 11 í fyrramálið og stendur til klukkan fjögur eftir hádegið. Loop er einstaklega vandað sænskt stangaveiðimerki og Veiðiflugur er einn aðal söluaðili fyrirtækisins hér á landi.

Í fréttatilkynningu sem okkur barst frá Veiðiflugum segir m.a. þetta: „Laugardaginn 2. júní verður blásið til Loop-hátíðar í Veiðiflugum. Partýið hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 16:00. Á Loop degi getur þú kynnt þér allar vörur Loop og fengið góðar ráðleggingar.  Prófað allar flugustangir, hjól og línur frá Loop. Skoðað allt það nýjasta í flugum fyrir veiðisumarið 2018. Tekið þátt í Loop-happdrættinu þar sem til mikils er að vinna. Þegið góð ráð varðandi flugur, flugulínur, tauma, stangir og hjól.  Kynnt þér nýjar vörur frá Reiðu Öndinni, Haugnum, Frigga, Loop og Patagonia ásamt fjölmörgum öðrum.
Gerum okkur glaðan dag saman og störtum þessu sumri (þó fyrr hefði verið). Léttar veitingar í boði fram eftir degi.