Þetta er á silungasvæði Sogsins í Ásgarði.

Veiði hefur tekið vel við sér í Soginu í sumar miðað við síðustu sumur. Lax er að ganga og allt lítur vel út. Bleikjuveiðin hefur líka tekið kipp og hafa veiðst allt að 8 punda stykki.

Glæsileg bleikja, ekki fallin í valin, sleppt….

„Það eru komnir 50 laxar í bók í Ásgarði,“ sagði Kjartan Lorange sem að veiðir mikið í Ásgarði. Bíldsfellið hefur líka verið líflegt og öllum að óvörum hafa Alviðra og Þrastarlundur komið sterk inn í sumar. Þau svæði hafa alls ekki skorað hátt á meðan á lægðinni stóð, sérstaklega Alviðrusvæðið, Þratsralundum gaf þó alltaf sína göngulaxa. Það þarf bara betri nýtingu á svæðin. En Sogið virðist vera að detta í gang eftir mögur ár. Þá er bleikjuveiðin lífleg, sérstaklega í Ásgarði og Bíldsfelli. Bleikjan er stór, mikið 2 til 4 pund en alveg slatti af 5-6 punda og þær hafa veiðst upp í 8 pund. Bleikjustofninn er samt sem áður viðkvæmur og það er sleppiskylda á bleikjunni.