Þarna er Kristrún með hænginn sinn stóra.

Það hefur verið talsvert um 100 cm laxa í sumar…og þaðan af stærri. Sá tíundi á vertíðinni á Nessvæðum Laxár í Aðaldal veiddist í gær, það var 102 cm hængur á Lönguflúð.

Á FB síðu Nesveiða er greint frá þessu og segir: „Kristrún Ólöf Sigurðardóttir veiddi þennan 102 cm fisk á Meridian no 10 í Lönguflúð og er þar með nýjasti meðlimur 20p klúbbsins.“ Klúbburinn stækkar dag frá degi.