Svalbarðsá, 104 cm hrygna sem að ber einkenni endurkomulaxa. Myndirnar eru fengnar af FB síðu Hreggnasa.

Svalbarðsá í Þistilfirði hefur verið á mjög góðu róli frá því að veiði hófst í ánni og síðasta holl var með hörkuveiði, m.a. 104 cm hrygnu!

Miðað við mikla lengd hrygnunar, þá er styrtlustæðið frekar mjótt.

Í tilkynningu frá Hreggnasa, sem er leigutaki Svalbarðsár segir: „Svalbarðsá að skila fantagóðri veiði. Síðasta holl með 22. Laxa og fremst meðal jafningja var þessi 104. cm hrygna. Þetta er að okkar mati fiskur sem er a.m.k að ganga í annað skiptið til hrygningar ef ekki oftar.“

Það er líklega margt til í þessu hjá þeim Hreggnasamönnum, hrygnan sú arna er með vöxtinn og hið almenna yfirbragð endurkomulaxa. Ekki mjög feit, löng fremur en sver og þéttari dílar. Oft eru slíkir fiskar með tálknkrabba. En að sjá svona lax vedlur því að sú spurnjing vaknar hvort veiðimenn ættu ekki að hafa frumkvæði að því að taka hreistur, lífssaga svona laxa gæti nefnilega verið heillandi og jafnvel komið mönnum á óvart.