Sjóbirtingur, hængur, Leirá
Vígalegur hængur.

Lítið hefur verið farið í Leirá í Leirársveit það sem a fer vori, en í morgun skruppu þangað veiðimenn og gerðu góða ferð, að sögn Hörpu Hlínar hjá IO veiðileyfum.

Leirá
Fallegur birtingur úr Leirá í morgun.
Leirá
Falleg hrygna úr Leirá í morgun.

„Það var líf og fjör í morgun og menn töluðu um að hylur númer 4, sem er rétt neðan við þjóðveginn sé stappaður af fiski. Það er lítið vatn í ánni, en sá hylur er djúpur og stór, fiskurinn safnast því upp þar,“ sagði Harpa.