Sportveiðiblaðið komið út

Sportveiðiblaðið er komið út, þ.e.a.s. nýjasta tölublaðið. Tímanlega því að nú er mest allri stangaveiði að ljúka, flestar ár lokaðar og bara nokkrir dagar eftir í þeim örfáum. Það kennir að venju margra grasa í blaðinu.

„Stjörnuviðtalið“ er við athafna- og fjölmiðlakonuna Ingu Lind Karlsdóttur sem er snjall veiðimaður og kann best við sig á bökkum Selár í Vopnafirði. Þá koma einnig reyndar kempur við sögu eins og Ragnar Hólm Ragnarsson, Bjarni Hafþór Helgason og Karl Lúðvíksson, „Kalli Lú“, auk þess sem Halldór Gunnarsson segir frá ævintýraferð í suðurhöf þar sem hann setur í og landar m.a. Blue Marlin. Þá er veiðisaga þarna með spannandi nafni: Ævintýri í Nesi. Þau gerast mörg ævintýrin þar, já og í Laxá allri ef út í það er farið.