Við Urriðafoss.

Urriðafoss í Þjórsá er lang besti veiðistaðurinn það sem af er sumri. Þar hefur verið hörkuveiði frá fyrsta degi og eftir góða stórlaxahrinu í byrjun þá er mikið af smálaxi að ganga. Það er meiri ró yfir öðrum ám, en kunnugir telja að þær eigi „mikið inni“, eins og .það er gjarnan orðað.

Urriðafoss var með 509 landaða laxa í gærkvöldi og það á aðeins fjórar stangir. Næsta á, Norðurá, miðað við vikutölur angling.is (vantar Þverá/Kjarrá) er með 312 laxa á 15 stangir. Munurinn er gríðarlegur. Stefán Sigurðsson, sem er leigutaki Urriðafoss ásamt Hörpu Hlín eiginkonu sinnar, sagði:

„Við erum svakalega stollt af Urriðafossi sem er nú komin í 509 Laxa á land eftir 30 daga veiði á aðeins 4 stangir sem þýðir að meðaldagurinn í Júní var að gefa 16 laxa á dag, eða 4 laxa á stöng pr dag. Urriðafoss er langhæstur á landsvísu ennþá en það eru margar ár sem eiga helling inni svo við njótum þess að vera á toppnum á meðan við getum, Það eru hins vegar mjög fáar ár sem geta komist nálægt Urriðafossi ef veiðin er reiknuð pr stöng en td núna eru 127 laxar skraðir á stöng eftir 30 daga veiði, Það þykir venjulega mjög gott ef laxveiðiár ná 100 löxum pr tímabil pr stöng. Tilraunasvæðin eru líka farin að gefa nokkuð vel, enda er Þjórsá loðin af laxi þessa daganna.“