Nils Folmer Jörgensen, Jóhann Rafnsson, Harðeyrarstrengur, Víðidalsá
Nils Folmer Jörgensen með 111 cm hrygnuna úr Harðeyrarstreng. Mynd Jóhann Rafnsson.

Nils Folmer Jörgensen gerir það ekki endasleppt. Í morgun landaði hann 106 og 111 cm löxum úr Víðidalsá og lauk hann þar með laxveiðivertíð sinni með óvenju miklum stæl.

Stærri laxinn var hrygna sem tók fluguna Radian (heimasmíð Nils) í Harðeyrarstreng. Svona stórar hrygnur eru fágætar og er þyngd þeirra miðað við lengd mun meiri en hjá hængum vegna þess hversu þroskuð hrognin eru orðin. „Smærri“ laxinn veiddi Nils á sömu flugu í Dalsárósi. Hrygnan var þrímæld af Jóhanni Rafnssyni staðarhaldara og umsjónarmanni Víðidalsár, en Jói er frægur fyrir nákvæmnisvinnu sína við mælingu á löxum. Veiðisagan sjálf er mögnuð, en hana geta lesendur skoðað á áskriftarsvæðinu okkar á Veiðisloð síðar í kvöld.