Þröstur Elliðason og Kristín Edwald með þann fyrsta +ur Jöklu.

Breiðdalsá og Jökla voru opnaðar þann 1.júlí og fóru vel af stað. Alveg í stíl við nágrannaárnar í Vopnafirði og ef framhald verður á þá verður vertíðin góð á Norðaustur- og Austurlandi.

Sigurður Staples, „Súddi“ með einn af fyrstu löxunum úr Breiðdalsá

Þeir Sigurður Staples og Borgar Antonsson fóru á Skammadalsbreiðu, einn besta veiðistað Breiðdalsár. Áin hefur verið í lægð síðustu sumur, en byrjaði vel hjá þeim félögum, sem lönduðu fljótt og vel þremur löxum á bilinu 70 til 82 cm. Breiðan var lífleg og laxar sáust víða.

Í Jöklu fór mannskapurinn fyrst á Hólabreiðu og þar var aldeilis kominn fiskur. 3 var landað snarlega og var um tíma lax á tveimur stöngum í einu. Sama sagan þar og í Breiðdalsá, fiskur fannst víðar er leið á opnunina.