Blanda að sýna batamerki frá síðasta sumri

Brynjar Þór Hreggviðsson búinn að setja í vænan lax í Damminum. Myndir tók Höskuldur Birkir Erlingsson. Myndin er ekki ný.

Laxveiðitíminn er hafinn eins og öllum má ljóst vera og heilt yfir verður að segjast að byrjunin lofar góðu. Misgott á milli áa, en hvergi fisklaust og nú vex straumur. Ein sem opnar fyrr en flestar er Blanda, sem oft hefur verið með rosalegar opnanir. Þangað til í fyrra að opnuni var beinlínis léleg og enginn fiskur dögum saman. Þetta er skárra nú.

VoV heyrði í Guðmundi Rúnari Halldórssyni formanni Veiðifélags Blöndu og Svartár og sagði hann að vissulega hefði byrjunin verið róleg. „Þeir segja mér leigutakarnir að þetta séu 3-4 laxar á dag. Það er rólegt, vissulega, en miklu mun betra en í fyrra. Erik staðarhaldari sagði mér að hiti og bjart veður væri að hafa áhrif, en það er eitthvað af fiski á þessum hefðbundnu stöðum neðan við flúðirnar. Við vonum að það bætist í með vaxandi straum. Teljarinn, sem er nýr, var opnaður fyrir tæpri viku. Hann er á gamla staðnumí stiganum í Ennisflúðum. Það hafa 12-14 laxar farið upp úr, þannig að það er kominn fiskur upp eftir þó að svo fáir laxar týnist á þessu mikla og langa svæði. En þegar göngur styrkjast fyrir neðan bætir í göngurnar upp eftir,“ sagði Guðmundur