Reykjadalsá
60 cm smál í góðu standi. Mynd -gg.

Svo virðist sem að smálaxinn sé að mæta í árnar norðan heiða. Það eru frábærarr fréttir! Seinni straumur júlímánaðar skilaði göngum og er það vel….hvað gerist svo kemur í ljós. Seinna í vikunni koma svo tölur angling,is og þá munum við fá að vita meira…

En vísbendingar okkar eru eftirfarandi: Rafræna veiðibók Vatnsdalsár sýnri þetta, það er smálax að ganga. Og síðan fréttum við að ónefndri laxveiðiá á norðaustur horninu þar sem illa hafði gengið, holl sem var að ljúka veiðum þar sem seinni straumur var að ná hámarki var með aðeins sex legna tveggja ára laxa, en hópurinn sem tók við var kominn með 27 lúsuga smálaxa eftir þrjár vaktir. Sjáum svo til hvernig þetta endar og fer….