Valgerður Bjarnadóttir. Stóra Laxá
Valgerður Bjarnadóttir með fallega hrygnu í opnun Stóru Laxár. Myndin er frá Lax-á.

Búið er að opna neðstu svæði Stóru Laxár í Hreppum, svæði 1 og 2 og veiði var góð í ljósi erfiðra aðstæðna, en gríðarlega mikið vatn hefur verið í ánni og það hjálpar aldrei. En góðu fréttirnar eru, að á þremur dögum var 27 löxum landað sem veit á að talsvert hlýtur að vera komið af laxi í ána.

Árni Baldursson leigutaki árinnar gaf skýrslu eftir að þriggja daga opnunarholli var lokið: Svæpðin 1 og 2 gáfu 27 laxa. Allt vænn lax. Ég er mjög ánægður með þetta því að skilyrðin voru erfið, mjög mikið vatn. En þetta veit á gott,“ sagði Árni.