Bill Young látinn

Fluguveiðimaðurinn Bill Young lést nýverið, banamein hans var krabbamein sem hann hafði glímt við all lengi. Bill Young var einn þeirra erlendu veiðimanna sem hvað mesta tryggð hefur sýnt Íslenskum laxveiðiám, uppáhaldið hans var Laxá í Aðaldal, einkum Nesveiðarnar.Bill Young veiddi á hverju sumri í Laxá um árabil og var leiðsögumaður hans Pétur Steingrímsson í Nesi, sem hannað hefur margar flugur sem reynst hafa vel í Laxá og víðar. Ein þeirra ber heitið Bill Young og er einstaklega skautleg fluga. Bill setti hana tíðum undir í Laxá og veiddi vel á hana. Bill Young var sterkefnaður og lét vel af hendi rakna til laxverndarsjóða beggja vegna Atlantsála, ekki hvað síst NASF Orra Vigfússonar.

bill-young
Bill með stórlax úr norsku ánni Alta – Mynd Thomas Kiley, eins og sjá má