Laxá í Aðaldal, Brúarhylur
Laxá í Aðaldal, myndin tekin við Brúarhyl. Mynd, -gg.

Laxá í Aðaldal er komin á blað, í gær veiddust fyrstu laxarnir eftir að enginn hafði veiðst í opnun og kom það á óvart þar sem það er fátítt.

Jón Helgi Björnsson á Laxamýri gaf okkur umbeðna skýrslu í morgun, „Það fengust 2 laxar í gær, þar af  einn 94 cm í Brúarhyl. Takan hefur verið grunn enda 20 gráður og vindur. Fyrsta daginn misstust 4 í Sjávarholu, Brúarsteng, Heiðarenda og Mjósundi.“

Þessi upptalning Jóns Helga segir betri sögu um stöðuna í Laxá, það er all nokkuð síðan að menn fóru að sjá lax og flestir þeirra staða sem Jón nefnir eru ofan Æðarfossa.