Sjóbirtingur, Eldvatn
Birtingurinn er ekki enn genginn út fyrir austan....

Enn er sjóbirtingur í ám fyrir austan, í Vestur Skaftafellssýslu. Nýjar fréttir frá Eldvatni staðfesta það. Fáir að veiða, en þeir sem kíkja, moka.

Í samtali við við Jón Hrafn Karlsson, einn leigutaka árinnar kíktu tveir vinir í ána síðasta sunnudag. Þá var válegt veður, rosalegt rok, allt að 28 metrar á sekúndu en þeir létu það ekki á sig fá og stóðu vaktina. Þeir lönduðu 50 birtingum. Svo kom hlé og ekki veitt fyrr en í gær og þá komu átta á land. Mikið af fiski að stökkva neðan brúar en tregur að taka.

Það er sem sagt enn veiðivon á þessum slóðum, birtingurinn seinn að ganga niður vegan þess að vorið er frekar svalt!