Þetta er nú líklega frekar Jóhann Birgisson leiðsögumaður heldur en Start eldri.

Það eru fleiri liprir eldri borgarar að tipla um árbakkana heldur en Lilla Rowcliff. Annar um nýrætt gerði sér lítið fyrir og landaði meterslangri sleggju í Miðfjarðará um helgina.

Michael Stark greinir frá þessu á FB síðu sinni, en hann var ásamt föður sínum í Miðfjarðará og naut leiðsagnar Jóhanns Birgissonar. „Pabbi er níræður og setti í og landaði þessum 100 sentimetra laxi. Karlinn er goðsögn og sérstakar þakkir fær Johnni (Jóhann Birgisson), hann er sá besti,“